Enski boltinn

Ødegaard missir af leikjunum gegn Tottenham og City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meiðsli Ødegaard litu mjög illa út er hann féll til jarðar.
Meiðsli Ødegaard litu mjög illa út er hann féll til jarðar. Vísir/getty/ Mateusz Slodkowski

Norðmaðurinn Martin Ødegaard verður frá í þrjár vikur í það minnsta. Hann meiddist á ökkla í landsleik Norðmanna gegn Austurríki í Þjóðadeildinni en Noregur vann leikinn 2-1.

Miðjumaðurinn er lykilleikmaður hjá Arsenal en meiðslin koma ekki á góðum tíma fyrir Skytturnar en liðið á fyrir höndum leik gegn erkifjendunum í Tottenham á sunnudaginn og það í ensku úrvalsdeildinni. Því næst mætir liðið Atalanta í Meistaradeild Evrópu og síðan Manchester City í deildinni. Ødegaard mun ekki ná þeim leikjum.

Til að bæta gráu ofan á svart verður Declan Rice fyrirliði Arsenal í leikbanni um helgina.

Ola Sand liðslæknir norska landsliðsins segir í samtali við norska miðilinn VG að meiðslin haldi Ødegaard frá vellinum í það minnsta í þrjár vikur og allt upp í sex vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×