Síðastliðin tólf ár hefur Vörður, í farsælu samstarfi við Golfsamband Íslands, boðið upp á golfleikinn. Leikurinn er spilaður af tugþúsundum einstaklinga á hverju ári. Í leiknum láta þátttakendur reyna á þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðarverðlaun. Leiknum er enn fremur ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Vörður óskar Ingu Lilý hjartanlega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar!