Viðskipti innlent

Veðjuðu næst mest allra Evrópu­þjóða

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Fram kemur í yfirferð Viðskiptaráðs að áætlað sé heildarumfang íslenska veðmálamarkaðarins hafi numið um 20 milljörðum króna árið 2023.
Fram kemur í yfirferð Viðskiptaráðs að áætlað sé heildarumfang íslenska veðmálamarkaðarins hafi numið um 20 milljörðum króna árið 2023. Getty

Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál.

Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Viðskiptaráðs sem áætlar að umfang veðmálamarkaðarins hér nemi um tuttugu milljörðum króna og langstærsti hluti hans fari fram utan landsteinanna.

Viðskiptaráð telur að ástæðan fyrir því að svo stór hluti fari fram erlendis séu takmarkanir stjórnvalda en veðmál hafa verið bönnuð hér á landi í hundrað ár. Lagt er til að þessu verði breytt með upptöku starfsleyfa í stað sérleyfa og banna.

Tillögurnar tryggi framfarir í atvinnufrelsi, viðskiptaháttum og forvörnum auk nýrra skatttekna án neikvæðra áhrifa á núverandi sérleyfishafa.


Tengdar fréttir

„Við erum ekki að fara að vinna“

Fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg Gunnarsson. 

Ungir menn sem veðja stjórnlaust hafi varann á

Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í spilafíkn segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×