Handbolti

Guð­mundur Bragi gerði gæfu­muninn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Bragi lék með Haukum áður en hann hélt til Danmerkur.
Guðmundur Bragi lék með Haukum áður en hann hélt til Danmerkur. vísir / vilhelm

Guðmundur Bragi Ástþórsson gerði gæfumuninn þegar Bjerringbro-Silkeborg lagði Skanderborg með þremur mörkum í efstu deild karla í handbolta í Danmörku.

Guðmundur Bragi skoraði fjögur mörk í leiknum sem Bjerringbro-Silkeborg vann 29-26. Aðeins Mads Lenbroch skoraði meira í liði B-S en hann skoraði fimm mörk. Þá voru þrír aðrir með fjögur mörk líkt og Guðmundur Bragi.

Í liði Skanderborg var Kristján Örn Kristjánsson með fjögur mörk úr níu skotum. Þetta var annar leikur liðanna í deildinni en bæði hafa unnið einn og tapað einum.

Íslendingalið Ribe-Esbjerg tapaði á heimavelli gegn Kolding, lokatölur 27-33. Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot í markinu á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark.

Ribe-Esbjerg er án stiga eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×