Chelsea sótti 0-1 sigur á lokamínútum leiks gegn Bournemouth í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Bournemouth var betra liðið í upphafi, varnarmenn Chelsea þurftu að hafa sig alla við og markmaðurinn kom þeim til bjargar oftar en einu sinni. Þá sérstaklega þegar hann varði vítaspyrnu frá Evanilson á 38. mínútu.
Í seinni hálfleik færðist meira jafnvægi í leikinn og bæði lið fengu fín færi en það var Chelsea sem sótti sigurinn.
Markið kom seint í leiknum, á 86. mínútu, og var skorað af varamanninum Christopher Nkunku eftir stoðsendingu Jadon Sancho.
Chelsea hefur nú unnið tvo leiki og er með 7 stig í 7. sæti deildarinnar. Bournemouth er með 5 stig í 11. sæti.