Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 15:21 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Margir ráku upp stór augu í vikunni þegar Arion banki tilkynnti að vextir á verðtryggðum útlánum bankans hækkuðu um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir hækkun upp á tólf og fimmtán prósent. Ástæðan sem gefin var upp var hækkun ávöxtunarkröfu á verðtryggða fjármögnun. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf sem Arion banki notar til þess að fjármagna verðtryggð útlán, ARION CBI 48 og ARION CBI 26, hafa á einu ári farið úr 2,7 prósentum í 3,6 prósent annars vegar og 4 prósentum í 5,35 prósent hins vegar. Vakti úlfúð Vaxtahækkun Arion banka hefur vakið talsverða undrun og úlfúð síðan tilkynnt var um hana, enda hafa stýrivextir ekki verið hækkaðir lengi og því skildu fæstir hvað olli. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa bankann er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir hækkunina til marks um taumlausa græðgi á fjármálamarkaði hér á landi. Bankastjórinn ósammála Þessu er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ekki sammála. Hann hefur stungið niður penna og varið vaxtahækkunina í aðsendri grein hér á Vísi. „Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir.“ Það fjármagn sem bankar fái að láni til að miðla áfram komi fyrst og fremst til þeirra í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu þeirra, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir séu stærstu kaupendur, og erlendis. „Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka.“ Búist við hjöðnun verðbólgu en ekki lækkun stýrivaxta Benedikt segir að þegar skuldabréfamarkaður sé skoðaður blasi við nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafi væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar séu um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiði til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, helstu fjármögnunarleiðar bankanna þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hafi hækkað umtalsvert. „Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Hægt að græða eitt prósent með einföldu trikki Vegna þessara ólíku væntinga geri fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um fimm prósent vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. „Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar.“ Hæstu vextir í hinum vestræna heimi? Benedikt segir að stýrivextir Seðlabankans hafi nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef horft er til innlána þá séu vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinni hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafi boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti, fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafi eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag sé Arion að borga hátt í átta prósent vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegni mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem bankinn veitir, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Stýrivextir þurfi að lækka Benedikt segir markmiðið með grein sinni vera að benda á að bankar verði að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans séu vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og bankinn hafi þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfi til bankans og neikvæður viðsnúningur í starfsemi hans gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi hans að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum bankans. „Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið.“ Arion banki Fjármálafyrirtæki Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í vikunni þegar Arion banki tilkynnti að vextir á verðtryggðum útlánum bankans hækkuðu um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir hækkun upp á tólf og fimmtán prósent. Ástæðan sem gefin var upp var hækkun ávöxtunarkröfu á verðtryggða fjármögnun. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf sem Arion banki notar til þess að fjármagna verðtryggð útlán, ARION CBI 48 og ARION CBI 26, hafa á einu ári farið úr 2,7 prósentum í 3,6 prósent annars vegar og 4 prósentum í 5,35 prósent hins vegar. Vakti úlfúð Vaxtahækkun Arion banka hefur vakið talsverða undrun og úlfúð síðan tilkynnt var um hana, enda hafa stýrivextir ekki verið hækkaðir lengi og því skildu fæstir hvað olli. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa bankann er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir hækkunina til marks um taumlausa græðgi á fjármálamarkaði hér á landi. Bankastjórinn ósammála Þessu er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ekki sammála. Hann hefur stungið niður penna og varið vaxtahækkunina í aðsendri grein hér á Vísi. „Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir.“ Það fjármagn sem bankar fái að láni til að miðla áfram komi fyrst og fremst til þeirra í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu þeirra, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir séu stærstu kaupendur, og erlendis. „Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka.“ Búist við hjöðnun verðbólgu en ekki lækkun stýrivaxta Benedikt segir að þegar skuldabréfamarkaður sé skoðaður blasi við nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafi væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar séu um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiði til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, helstu fjármögnunarleiðar bankanna þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hafi hækkað umtalsvert. „Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Hægt að græða eitt prósent með einföldu trikki Vegna þessara ólíku væntinga geri fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um fimm prósent vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. „Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar.“ Hæstu vextir í hinum vestræna heimi? Benedikt segir að stýrivextir Seðlabankans hafi nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef horft er til innlána þá séu vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinni hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafi boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti, fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafi eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag sé Arion að borga hátt í átta prósent vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegni mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem bankinn veitir, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Stýrivextir þurfi að lækka Benedikt segir markmiðið með grein sinni vera að benda á að bankar verði að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans séu vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og bankinn hafi þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfi til bankans og neikvæður viðsnúningur í starfsemi hans gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi hans að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum bankans. „Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið.“
Arion banki Fjármálafyrirtæki Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira