Fótbolti

Spilaði fót­bolta í efstu deild á Eng­landi, Frakk­landi og Spáni en æfir nú körfu­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Étienne Capoue og Pau Torres fagna. Sá fyrrnefndi hefur nú snúið sér að körfubolta.
Étienne Capoue og Pau Torres fagna. Sá fyrrnefndi hefur nú snúið sér að körfubolta. Emilio Andreoli/Getty Images

Aðeins eru tvö ár síðan Étienne Capoue vra hluti af liði Villareal sem fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Í dag er þessi 36 ára gamli miðjmaður hins vegar að æfa með 4. deildarliði á Spáni. Liðið er þó ekki fótboltalið heldur körfuboltalið.

Samningur Capoue við Villareal rann út í sumar. Spilaði miðjumaðurinn 148 leiki á sínu þremur og hálfa ári fyrir félagið. Var hann hluti af liðinu sem vann Evrópudeildina vorið 2021 sem og liðinu sem fór langt í Meistaradeildinni ári síðar. 

Þar áður lék Capoue fyrir Toulouse í Frakklandi, Tottenham Hotspur og Watford á Englandi. Einnig lék hann sjö A-landsleiki fyrir Frakklandi.

Svo virðist sem Capoue hafi talið þetta var nóg af boltasparki og æfir hann í dag með L‘Eliana sem staðsett er í Valencia á Spáni. Um er að ræða lið sem spilar í fjórðu efstu deild þar í landi. 

Sem stendur hefur Capoue ekki fengið félagaskipti og getur því ekki spilað mótsleiki en lék á dögunum vináttuleik. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Englands en sem stendur nýtur hann sín í körfubolta á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×