Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 20:20 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði bandalagsríki við starfsemi rússneska fjölmiðilsins RT í dag. AP/Mark Schiefelbein Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37