Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2024 19:13 Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“ Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“
Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01