Frumútboð og framhjáhöld Baldur Thorlacius skrifar 16. september 2024 12:03 Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Bíó og sjónvarp Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun