Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 19:45 Kristian Nökkvi í leik með Ajax. Getty Images/Raymond Smit Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður hollenska stórveldisins Ajax, er þriðji verðmætasti leikmaður hollensku efstu deildar karla í fótbolta sem hefur ekki náð 21 árs aldri. Hann er metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira