Bjarni segir brottvísunina standa Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:22 Bjarni bendir á að lögreglan hafi framfylgt um þúsund brottvísunum á þessu ári. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Bjarni segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun hans ekki einsdæmi. Það hafi gerst áður að brottvísun hafi verið frestað. Það hafi komið fram beiðni frá ráðherra Vinstri grænna að málið yrði skýrt betur áður en af brottvísuninni yrði. „Við því var orðið og við höfum verið að funda um það,“ segir Bjarni og að beiðninni hafi ekki verið svarað undir hótunum frá Vinstri grænum. Rætt var við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fylgja verði lögum Hann segir að beiðni Vinstri grænna hafi fylgt efasemdir um þessa framkvæmd. Það hafi verið farið ofan í þetta allt á fundi ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan sé sú að það verði að fylgja lögum. Bjarni segir að honum virðist hafa verið staðið ágætlega að ákvörðuninni um að brottvísa Yazan. Hann hafi ekki séð neitt við ákvörðunina sem sýni að ekki hafi verið rétt staðið að henni. Hann segir Vinstri græna hafa haft áhyggjur af framkvæmdinni samt sem áður. Hann segir að á árinu hafi verið framkvæmdar um eitt þúsund brottvísanir og það hafi verið mat dómsmálaráðherra að það mætti láta á það reyna hvort það væri hægt að fresta henni. Brottvísunin standi sem áður. Ákvörðun hennar hafi aðeins snúið að því hvort það mætti fresta henni. Bjarni segir ljóst að ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísunina. „Það sem okkur munar um er að það séu reglur sem eiga að gilda um alla. Það er algert grundvallaratriði,“ segir Bjarni og að það sé verið að treysta á viðamikið kerfi sem lögreglan og fleiri koma að. Sem hafi hnökralaust á þessu ári tryggt brottvísun um eitt þúsund einstaklinga. „Það er engin ástæða til að efast um kerfið í heild sinni,“ segir Bjarni og að hér sé að ræða einstakt tilvik. Það sé óvanalegt að slíkt sé tekið fyrir í ríkisstjórn. Þau hafi ekki séð neitt sérstakt við málið í sínum umræðum og því standi það áfram í því ferli sem það er. Að brottvísunin standi.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
Bein útsending: Nota sönginn til að mótmæla vegna Yazan Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. 17. september 2024 09:44