Aðgerðir stjórnvalda eigi líka að taka mið af æviskeiði Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2024 08:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir það ekki gagnlegt að horfa bara á laun, það verði að horfa á útgjöld líka. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir kostnaðinn af háum vöxtum og verðbólgu á Íslandi ekki leggjast jafnt á alla á Íslandi, heimili eða fyrirtæki. Úrræði yfirvalda eigi þó ekki eingöngu að miðast við lágtekjufólk. Hún segir pólitíkina fasta í því að skoða tekjur fólks en það þurfi líka að miða aðgerðir við æviskeið fólks, hvort fólk sé með börn eða hvort það sé til dæmis að kaupa sína fyrstu íbúð. Þorbjörg ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og í aðsendri grein í gær. „Það er há útgjaldabyrði því lánin eru hátt hlutfall af heimilisbókhaldinu“ segir Þorbjörg og að auk þess geti verið mikill kostnaður sem fylgir börnum í leik- grunn- og framhaldsskóla. Auk þess sé fólk með námslán. „En allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar núna hafa verið fyrst og fremst lágtekjumiðaðar. Í húsnæðisbótum, vaxtabótum og barnabótum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þegar það hafi svo verið tilkynnt að fólk gæti ekki lengur nýtt sér úrræði um að leggja séreignarsparnað inn á húsnæðislán hafi henni verið allri lokið. Sigurður Ingi sagði í viðtali um málið í síðustu viku að hætta ætti með úrræðið því það nýttist ekki öllum tekjutíundum, það hefði frekar nýst þeim sem eru tekjuhærri. Fjölmargir hafa síðan þá gagnrýnt þessa ákvörðun. Sterkefnað fólk lifi á fjármagnstekjum „Fólki munar um þetta,“ segir Þorbjörg og að fólki muni sérstaklega um þetta núna þegar verðbólga er há og vextirnir háir. Hún segir launajöfnuð meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Í samhengi við aðra sé jöfnuður mjög mikill og að þetta sé úrræði sem nýtist millistétt mjög vel. Fólki sem lifi á laununum sínum. Stóreignafólk og sterkefnað fólk lifi á fjármagnstekjum og greiði ekki af þeim í lífeyrissjóði. Hún segir þetta úrræði miða við krónutölu og nýtist hlutfallslega verra eftir því sem launin eru hærri. Krónutalan hafi verið sú sama í tíu ár. Einstaklingur megi nýta allt að 500 þúsund af launum sinum á ári og hjón um 750 þúsund. Þorbjörg segir þetta úrræði ekki hafa neina merkingu fyrir ríkissjóð eins og stendur. Það geti haft áhrif á skatttekjur til framtíðar en þetta sé ekki eina úrræði ríkisstjórnarinnar sem geri það. „Mér finnst þetta röng skilaboð til heimilanna þegar staðan er eins og hún er.“ Nýtist millistétt vel Hún segir þingmenn Viðreisnar ekki vilja kippa þessu úrræði úr sambandi við þær efnahagsaðstæður sem eru núna. Það sé gott að styðja við úrræði fyrir lágtekjufólk en gögn sýni að þetta úrræði nýtist millistétt og það eigi að halda því áfram. „Það er að verða hérna stöðnun um lífskjör og ef allar aðgerðir og atvinnustefna stjórnvalda miðar að því að búa til lágtekjustörf og styðja við það er það ekki vænleg framtíðarmúsík.“ Hvort þessi breyting nái í gegnum þingið segist hún bjartsýn á að það sé hægt að bakka með þessa ákvörðun. Það sé núningur innan ríkisstjórnar um þetta, eins og með önnur mál, en að samtalið sé að hefjast með tilliti til íslenskra vaxta og stöðu íslensku krónunnar. „Mér finnst ríkið bera ábyrgð á því að fara í skaðaminnkandi aðgerðir. Þetta er eitt þeirra.“ Efnahagsmál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Hún segir pólitíkina fasta í því að skoða tekjur fólks en það þurfi líka að miða aðgerðir við æviskeið fólks, hvort fólk sé með börn eða hvort það sé til dæmis að kaupa sína fyrstu íbúð. Þorbjörg ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og í aðsendri grein í gær. „Það er há útgjaldabyrði því lánin eru hátt hlutfall af heimilisbókhaldinu“ segir Þorbjörg og að auk þess geti verið mikill kostnaður sem fylgir börnum í leik- grunn- og framhaldsskóla. Auk þess sé fólk með námslán. „En allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar núna hafa verið fyrst og fremst lágtekjumiðaðar. Í húsnæðisbótum, vaxtabótum og barnabótum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þegar það hafi svo verið tilkynnt að fólk gæti ekki lengur nýtt sér úrræði um að leggja séreignarsparnað inn á húsnæðislán hafi henni verið allri lokið. Sigurður Ingi sagði í viðtali um málið í síðustu viku að hætta ætti með úrræðið því það nýttist ekki öllum tekjutíundum, það hefði frekar nýst þeim sem eru tekjuhærri. Fjölmargir hafa síðan þá gagnrýnt þessa ákvörðun. Sterkefnað fólk lifi á fjármagnstekjum „Fólki munar um þetta,“ segir Þorbjörg og að fólki muni sérstaklega um þetta núna þegar verðbólga er há og vextirnir háir. Hún segir launajöfnuð meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Í samhengi við aðra sé jöfnuður mjög mikill og að þetta sé úrræði sem nýtist millistétt mjög vel. Fólki sem lifi á laununum sínum. Stóreignafólk og sterkefnað fólk lifi á fjármagnstekjum og greiði ekki af þeim í lífeyrissjóði. Hún segir þetta úrræði miða við krónutölu og nýtist hlutfallslega verra eftir því sem launin eru hærri. Krónutalan hafi verið sú sama í tíu ár. Einstaklingur megi nýta allt að 500 þúsund af launum sinum á ári og hjón um 750 þúsund. Þorbjörg segir þetta úrræði ekki hafa neina merkingu fyrir ríkissjóð eins og stendur. Það geti haft áhrif á skatttekjur til framtíðar en þetta sé ekki eina úrræði ríkisstjórnarinnar sem geri það. „Mér finnst þetta röng skilaboð til heimilanna þegar staðan er eins og hún er.“ Nýtist millistétt vel Hún segir þingmenn Viðreisnar ekki vilja kippa þessu úrræði úr sambandi við þær efnahagsaðstæður sem eru núna. Það sé gott að styðja við úrræði fyrir lágtekjufólk en gögn sýni að þetta úrræði nýtist millistétt og það eigi að halda því áfram. „Það er að verða hérna stöðnun um lífskjör og ef allar aðgerðir og atvinnustefna stjórnvalda miðar að því að búa til lágtekjustörf og styðja við það er það ekki vænleg framtíðarmúsík.“ Hvort þessi breyting nái í gegnum þingið segist hún bjartsýn á að það sé hægt að bakka með þessa ákvörðun. Það sé núningur innan ríkisstjórnar um þetta, eins og með önnur mál, en að samtalið sé að hefjast með tilliti til íslenskra vaxta og stöðu íslensku krónunnar. „Mér finnst ríkið bera ábyrgð á því að fara í skaðaminnkandi aðgerðir. Þetta er eitt þeirra.“
Efnahagsmál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14