Harris eykur forskotið á landsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:16 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt lítillega við sig fylgi á landsvísu, ef marka má skoðanakannanir. AP/Jacquelyn Martin Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14