Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 07:02 Aramco hefur eytt gríðarlegum fjármunum í að reyna fegra ímynd sína undanfarin ár. Er fyrirtækið til að mynda einn helsti styrktaraðili Formúlu 1. Bradley Collyer/Getty Images Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI. Bensín og olía Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Minntust eiginkonu Mardle Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Sigursælasti tenniskappi Suður-Kóreu þarf að fara í herinn Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI.
Bensín og olía Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Minntust eiginkonu Mardle Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Sigursælasti tenniskappi Suður-Kóreu þarf að fara í herinn Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Sjá meira