Lögreglumenn í veikindaleyfi vegna þungra mála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 20:56 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Arnar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn farna að nýta sér sálfræðiúrræði í auknum mæli en að verkefni undafarinna mánuða hvíli þungt á mörgum. „Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“ Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
„Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira