Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 12:07 Vindorkulundur þar sem endurnýjanleg orka er framleidd í Bretlandi. Vísir/EPA Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. Hátt í tvö hundruð ríki samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi í orkuframleiðslu fyrir miðja öldina á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í fyrra. Á sama tíma settu þau sér það markmið að þrefalda framleiðslugetu sína á endurnýjanlegri orku eins og sólar- og vindorku og tvöfalda orkunýtni fyrir lok þessa áratugs. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir það markmið innan seilingar, þökk sé hagstæðum efnahagslegum skilyrðum, framleiðslugetu ríkjanna og stefnumótun þeirra, í skýrslu sem var birt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Til þess að svo verði þurfi þó að eyða flöskuhálsum sem tefji leyfisveitingar og tengingar við flutningskerfi raforku. Þannig þurfa ríkin að byggja og endurnýja um 25 milljónir kílómetra af raflínum og auka getu sína til þess að geyma orku um 1.500 gígavött fyrir árið 2030. Aldrei hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu verið meiri en í fyrra. Í skýrslu IEA segir að með því að þrefalda framleiðslu á endurnýjanlegri orku og tvöfalda orkunýtni væri hægt að minnka losunina um tíu milljarða tonna fyrir lok áratugsins. Stofnunin varar þó við því að það hreinsi ekki sjálfkrafa til í orkubúskap mannkynsins að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Hún ein og sér dragi ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis eða lækki orkukostnað neytenda. Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Bensín og olía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Hátt í tvö hundruð ríki samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi í orkuframleiðslu fyrir miðja öldina á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í fyrra. Á sama tíma settu þau sér það markmið að þrefalda framleiðslugetu sína á endurnýjanlegri orku eins og sólar- og vindorku og tvöfalda orkunýtni fyrir lok þessa áratugs. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) segir það markmið innan seilingar, þökk sé hagstæðum efnahagslegum skilyrðum, framleiðslugetu ríkjanna og stefnumótun þeirra, í skýrslu sem var birt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Til þess að svo verði þurfi þó að eyða flöskuhálsum sem tefji leyfisveitingar og tengingar við flutningskerfi raforku. Þannig þurfa ríkin að byggja og endurnýja um 25 milljónir kílómetra af raflínum og auka getu sína til þess að geyma orku um 1.500 gígavött fyrir árið 2030. Aldrei hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu verið meiri en í fyrra. Í skýrslu IEA segir að með því að þrefalda framleiðslu á endurnýjanlegri orku og tvöfalda orkunýtni væri hægt að minnka losunina um tíu milljarða tonna fyrir lok áratugsins. Stofnunin varar þó við því að það hreinsi ekki sjálfkrafa til í orkubúskap mannkynsins að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Hún ein og sér dragi ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis eða lækki orkukostnað neytenda.
Orkumál Loftslagsmál Orkuskipti Bensín og olía Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira