Íslenski skorturinn Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. september 2024 14:31 Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun