Sigurður Ingi segir skort á sálfræðingum vandamál Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2024 13:58 Hart var sótt að Sigurði Inga í fyrirspurnartíma þingsins nú rétt í þessu. Þórhildur Sunna spurði hann, í tengslum við andlega líðan þjóðarinnar, hvort hann sæi ekki eftir því að hafa virt vilja löggjafaþingsins að vettugi með því að fjármagna ekki ályktanir þess? vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum. Vopnaburður ungmenna og geðheilsa þeirra var til umræðu á þinginu. Sigurður Ingi sagði skýran vilja hjá löggjafanum búa til umgjörð sem tryggir að við getum bætt okkur á því sviði. Staðið hafi yfir viðræður við sjúkratryggingar en þeim ekki lokið. Þá sagði ráðherra að það væri mikið að gera og skortur væri á starfandi sálfræðingum. „Ef við ætluðum að uppfylla allar þær óskir, kröfur og væntingar.“ Sigurður Ingi sagði aukinheldur að ríkisstjórnin væri að skoða að setja viðbótar fjármuni í málaflokkinn en ofbeldi hafi aukist meðal barna og unglinga. Þórhildur Sunna var ekki sátt við svör Sigurðar Inga. Hún hafi einfaldlega ekki fengið svar við spurningum sínum: „Hvort ráðherra sæi eftir því að hafa ekki tryggt nægjanlegt fjármagn 2020 til málaflokksins.“ Þórhildur Sunna sagði þetta til marks um endalausa vanvirðingu við ákvarðanir alþingis með að neita að fjármagna þær. „Sér ráðherra eftir þess að hafa virt vilja löggjafans að vettugi og mun hann tryggja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu fyrir næstu kosningar?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fylgdi fyrirspurn Þorhildar Sunnu eftir og sagði andlega heilsu afgangsstærð og það væri skelfilegt að horfa upp á það. Sótt var hart að Sigurði Inga sem sagði það rétt, það væri vandamál hvernig talað væri til fólks. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Vopnaburður ungmenna og geðheilsa þeirra var til umræðu á þinginu. Sigurður Ingi sagði skýran vilja hjá löggjafanum búa til umgjörð sem tryggir að við getum bætt okkur á því sviði. Staðið hafi yfir viðræður við sjúkratryggingar en þeim ekki lokið. Þá sagði ráðherra að það væri mikið að gera og skortur væri á starfandi sálfræðingum. „Ef við ætluðum að uppfylla allar þær óskir, kröfur og væntingar.“ Sigurður Ingi sagði aukinheldur að ríkisstjórnin væri að skoða að setja viðbótar fjármuni í málaflokkinn en ofbeldi hafi aukist meðal barna og unglinga. Þórhildur Sunna var ekki sátt við svör Sigurðar Inga. Hún hafi einfaldlega ekki fengið svar við spurningum sínum: „Hvort ráðherra sæi eftir því að hafa ekki tryggt nægjanlegt fjármagn 2020 til málaflokksins.“ Þórhildur Sunna sagði þetta til marks um endalausa vanvirðingu við ákvarðanir alþingis með að neita að fjármagna þær. „Sér ráðherra eftir þess að hafa virt vilja löggjafans að vettugi og mun hann tryggja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu fyrir næstu kosningar?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fylgdi fyrirspurn Þorhildar Sunnu eftir og sagði andlega heilsu afgangsstærð og það væri skelfilegt að horfa upp á það. Sótt var hart að Sigurði Inga sem sagði það rétt, það væri vandamál hvernig talað væri til fólks.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Framsóknarflokkurinn Viðreisn Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira