„Pep Guardiola eyðilagði fótboltann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 23:16 Áhrif Pep Guardiola á fótboltann verða seint mæld. Skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra áhrifa. Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images Fyrrum markvörðurinn Tim Howard kennir Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, um að hafa eyðilagt fótboltann. Of mikil áhersla sé lögð á knattspyrnu eftir höfði hans um allan heim. Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira