Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 12:17 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SA. Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur. Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Samtök iðnaðarins og verkalýðsfélög hafia haldið því fram að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Í gær sagðist Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri telja umræðuna um byggingargeirann undarlega. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðabankans í gær. Byggingargeirinn ekki bara í íbúðum Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir gæta ákveðins misskilnings gæta um byggingargeirann, og bendir á að um þriðjungur veltu greinarinnar komi frá byggingu íbúða. „Þannig að þegar við horfum á útlán til geirans í það heila, þá lýsir þróun þeirra ekki endilega hvernig íbúðarhlutinn er að þróast,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Líta þurfi sérstaklega til þróunar á íbúðamarkaði til að fá fram heildarmyndina. „Til að mynda í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Þar er samdráttur.“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Skringilegt“ Ásgeir virtist þá gefa lítið fyrir það að vaxtahækkanir héldu aftur af greininni. „Það er reyndar mjög skringilegt, því ef maður les greiningu Seðlabankans sem kom út núna samhliða þessum fundi um fjármálastöðugleika, þá kemur þar fram álit sérfræðinga bankans að stýrivextirnir hafi veruleg áhrif bæði á framboðs og eftirspurnarhlið íbúðamarkaðarins.“ Þetta heyri samtökin einnig frá verktökum innan sinna raða. Tilraun til að tala niður væntingar Ingólfur bendir á að hlutverk Seðlabankastjóra sé meðal annars að tala niður væntingar um verðbólguþróun. „Ég held að hann sé með þessu tali að reyna að tala verðbólguvæntingar niður.“ Aðrar leiðir séu færar til þess. „Að viðurkenna þá rót vandans og ræða þá um lausn á honum, sem er þessi framboðsvandi,“ sagði Ingólfur.
Verðlag Húsnæðismál Seðlabankinn Byggingariðnaður Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira