Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 12:26 Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja hefur sakað blaðamenn um græsku. Nú hefur málið verið fellt niður. Vísir Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Páll Steingrímsson tilkynnti málið til lögreglu og sagði sér hafa verið byrlað ólyfjan og sími hans tekinn ófrjálsri hendi á meðan hann lá inni á spítala. Fréttir voru skrifaðar í Kjarnanum og Stundinni, sem sameinuðu síðar krafta sína í Heimildinni, upp úr tölvupóstum úr síma Páls. Fréttirnar fjölluðu um svonefnda skæruliðadeild innan Samherja þar sem varpað var ljósi á það hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á til dæmis blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið með málið til skoðunar frá því 14. maí 2021 eða í á fjórða ár. Í tilkynningu á Facebook-síðu sinni í dag rekur embættið málið og útskýrir hvers vegna rannsókn á málinu er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma Páls og dreifingu á kynferðislegu myndefni úr símanum hefur verið hætt. Sjö fengu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins. Eiginkona Páls auk sex blaðamanna; Þóru Arnórsdóttur þáverandi ritstjóra Kveiks, Þórður Snær Júlíusson þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson þáverandi blaðamaður Heimildarinnar og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks á RÚV. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að sannað þykir að fyrrverandi eiginkona Páls byrlaði honum ólyfjan, tók síma hans ófrjálsri hendi og sendi sjálfri sér kynferðislegt efni úr símanum. Þá hafi hún afhent Þóru og Arnari símann. Ekkert bendir til þess að blaðamennirnir hafi dreift kynferðislegu efni og ósannað er hver afritaði símann sem varð til þess að blaðamenn komust í gögn sem tengdust viðbrögð við fjölmiðlaumfjöllun um Samherja. Sakborningar fagna málinu en þeir hafa mislengi haft stöðu sakbornings. Aðalsteinn Kjartansson hefur verið sakborningur í tvö og hálft ár. „Eftir tvö og hálft ár hefur lögreglan á Akureyri loksins fellt niður rannsókn á hendur mér og fleirum. Aldrei á þessu tímabili benti neitt til þess að ég eða aðrir blaðamenn hefðum framið lögbrot enda er það ekki lögbrot að flytja sannar og réttar fréttir. Það er mjög margt um þetta að segja en látum þetta duga í bili,“ segir Aðalsteinn í færslu á Facebook. Þrjú sakarefni til rannsóknar Lögreglan á Norðurlandi eystra segir sakarefnið sem til rannsóknar var hafa verið þrennskonar. Allir þættir rannsóknar hafi beinst að einum sakborningi, eiginkonu Páls skipstjóra, en einn þáttur að öðrum sakborningum. Enginn sakborninganna er nefndur í færslu lögreglunnar en eru taldir upp hér að neðan lesendum til upplýsinga. Eyþór Þorbergsson saksóknari á Norðurlandi eystra hafði yfirumsjón með rannsókn málsins. Hér er hann með Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra fyrir norðan. 1. Líkamsárás og byrlun Páls var rannsakað með hliðsjón af 217. og 218. grein almennra hegningarlaga. Eiginkona Páls var undir rökstuddum grun um að hafa byrlað honum lyf. Lögregla segir engin gögn í málinu gefa tilefni til að gruna aðra sakborninga um að hafa átt þátt í að byrla Páli. 2. Lögregla segir að legið hafi fyrir í málinu að eiginkona Páls segist hafa afhent RÚV símann þar sem hann hafi verið afritaður. Hún hafi vitað að í símanum var að finna kynferðisefni sem ólögmætt er að dreifa nema með samþykki. Lögregla segir sannað að eiginkonan sendi sjálfri sér kynferðislegt myndefni úr síma Páls. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um að þeir sem meðhöndluðu símann og efni úr honum eftir að hann var afhentur RÚV hafi dreift þessu kynferðislega myndefni. Dreifing á kynferðislegu myndefni án leyfis varðar brot á 199. grein almennra hegningarlaga. 3. Blaðamennirnir sex auk eiginkonu Páls voru til rannsóknar vegna gruns um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að brotum gegn friðhelgi einkalífs. Þar beindist rannsóknin að því að upplýsa um hver hefði afritað innihald símans sem eiginkonan fyrrverandi tók af Páli og kom til RÚV. Framburður hennar hefði verið stöðugur allan tímann um að hafa afhent RÚV símann og þar hafi síminn verið afhentur. Hún hafi einnig verið stöðug í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann. Í júlí síðastliðnum upplýsti eiginkonan fyrrverandi um að hafa afhent Þóru Arnórsdóttur, fréttamanni RÚV, símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Þóra hafi kallað til Arnar Þórisson yfirframleiðanda Kveiks sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila. Arnar hafi ekki upplýst um hver sá hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og eiginkonan fyrrverandi komið daginn eftir í Efstaleiti og fengið símann afhentan aftur. Ósannað orsakasamband milli byrlunar og veikinda Lögregla rýnir jafnframt í niðurstöðu rannsóknarinnar eins og langt og hún nái. 1. Fyrir liggi að eiginkonan fyrrverandi játi að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Nokkrum klukkustundum síðar veiktist Páll alvarlega. Lögregla segir að ekki hafi tekist að sanna orsakasamband á milli byrlunar á lyfjum og veikinda Páls með óyggjandi hætti. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur háttsemina varða við 217. gr. almennra hegningarlaga. Að því gefnu að brotið eigi aðeins undir þá grein gæti brotið verið fyrnt sem dómstólar hafi þó endanlegt mat á. Lögregla segir að ef hægt væri að sanna orsakatengsl milli byrlunar og veikinda Páls væri ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning eiginkonunnar fyrrverandi til að valda Páli þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá vísar lögrelga til andlegs ástands konunnar á verknaðarstundu og eftirfarandi veikinda hennar. Af þeim ástæðum hafi verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu. 2. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur sakarefnið um að dreifa kynferðislegu myndefni af Páli líklegt til sakfellis á hendur fyrrverandi eiginkonu Páls. Brotið felst í því að hún sendi sjálfri sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans. Vegna veikinda konunnar leikur vafi á um hvort hún hafi verið sakhæf á verknaðarstundu. Hún hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur lögregla ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins. 3. Rannsókn á brotum á friðhelgi einkalífs snerist um að skoða hvort eiginkonan fyrrverandi og blaðamennirnir sex hefðu verið að hnýsast í, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi. Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að öll sjö gætu hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum. Sérstakar aðstæður sem varði einkahagsmuni eða almannahagsmuni geti gert framangreinda háttsemi refsilausa. Augljósar refsileysisástæður gætu almennt verið þær að aðili hafi verið að skipuleggja glæp eða játa á sig alvarlegan verknað í einkagögnum en endanlegt mat um slíkt liggi hjá dómstólum. Rannsóknin beindist hins vegar aðallega að því að reyna að upplýsa hverjir afrituðu símann, hvar og hvernig það var gert. Fyrir liggi að birtar voru fréttir upp úr einkagögnum af símtækinu s.s. tölvupóstum, skjölum og spjallþráðum spjallforrita. Það er mat lögreglu að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði símann, hvernig og hver afhenti öðrum upplýsingar um einkamálefni Páls. Þeir blaðamenn sem birtu fréttir upp úr gögnum símans fengu réttarstöðu sakbornings auk þeirra sem sannað er að höfðu verið í samskiptum við eiginkonuna fyrrverandi sem afhenti símann til RÚV. „Sakborningar sem störfuðu hjá fjölmiðlum neituðu að tjá sig hjá lögreglu og afhentu lögreglu engin gögn. Það er réttur þeirra sem hafa fengið stöðu sakbornings. Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ósannað hvernig síminn var afritaður og hver gerði það Embættið segir miður hve langan tíma rannsóknin tók en á því séu gildar skýringar. „Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar sem og ágreiningur við sakborninga sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar sem blaðamenn. Fjallað var um málið á þremur dómsstigum, auk þess sem gerðar voru vanhæfiskröfur á starfsmenn embættisins sem fjallað var um á tveimur dómsstigum og töfðu þessi málaferli rannsókn málsins mikið,“ segir í tilkynningu lögreglu. „Málið féll ekki undir forgangsmál í samræmi við almenn fyrirmæli ríkissaksóknara auk þess sem önnur atriði höfðu áhrif á rannsóknartímann. Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri. Það liggur fyrir að ekki hefur tekist að sanna hver afritaði upplýsingar af síma í einkaeigu og með hvaða hætti þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um það. Af þessum sökum sem og vegna sjónarmiða um fyrningu hefur embættið ákveðið að hætta rannsókn í þessu máli gegn öllum sakborningum.“ Hér að neðan má sjá tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í heild sinni. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Brotið var tilkynnt lögreglu þann 14.05.2021. Við rannsóknina fengu sjö einstaklingar réttarstöðu sakbornings. Sakarefnið var þrennskonar og beindust allir þættir að einum sakborningi en einn þáttur að öðrum sakborningum. Hér að neðan er gerð grein fyrir sakarefninu. 1. Líkamsárás, byrlun, 217. gr. eða 218. gr. almennra hegningarlaga. Einn aðili var undir rökstuddum grun um að hafa byrlað brotaþola lyf. Engin gögn í málinu gáfu lögreglu tilefni til að gruna aðra sakborninga um að hafa átt þátt í að byrla brotaþola. 2. Brot á 199. gr. a. almennra hegningarlaga. Í málinu liggur fyrir að sakborningur sem náði síma af brotaþola kveðst hafa afhent fjölmiðli símann þar sem síminn var afritaður. Sakborningur vissi þá að í símanum var kynferðisefni sem ólögmætt er að dreifa nema með samþykki. Sannað er að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni úr síma brotaþola. Ekkert liggur fyrir um að þeir aðilar sem meðhöndluðu símann og efni úr honum eftir að hann var afhentur fjölmiðlum hafi dreift þessu kynferðislega myndefni. 3. Brot gegn 228. gr. og 229. gr. almennra hegningarlaga. Að því er varðar þennan kærulið beindist rannsóknin aðallega að því að upplýsa um hver hefði afritað innihald símans sem fenginn var með þeim hætti sem áður hefur verið lýst. Framburður sakbornings sem afhenti fjölmiðlum símann hefur verið stöðugur allan tímann sem rannsóknin hefur staðið um að hann hafi afhent fjölmiðlum símann og þar hafi síminn verið afritaður. Sakborningurinn hefur einnig verið stöðugur í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann. Í júlí síðastliðnum upplýsti sakborningur um að hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Sá hafi kallað til annan starfsmann RÚV sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila sem hann gat ekki upplýst um hver hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og sakborningur hefði komið daginn eftir á RÚV og fengið símann afhentan aftur. Niðurstöður rannsóknarinnar eins langt og hún nær eru helstar eftirtaldar: • Það liggur fyrir að einn sakborninga játaði að hafa sett lyf út í áfengi sem hann færði brotaþola og hann drakk. Nokkrum klukkustundum síðar veiktist brotaþoli alvarlega. Ekki hefur tekist að sanna orsakasamband á milli byrlunar á lyfjum og veikinda brotaþola með óyggjandi hætti. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur háttsemina varða við 217. gr. almennra hegningarlaga. Að því gefnu að brotið eigi aðeins undir 217. gr. gæti brotið verið fyrnt sem dómstólar hafa þó endanlegt mat á. Ef hægt væri að sanna orsakatengsl milli byrlunar og veikinda brotaþola er ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning sakbornings til að valda brotaþola þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá er vísað til andlegs ástands sakbornings á verknaðarstundu og eftirfarandi veikindi hans. Af framangreindum ástæðum hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu. • Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur sakarefnið um að dreifa kynferðislegu myndefni af brotaþola sé líklegt til sakfellis á hendur einum sakborningi. Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans. Vegna veikinda sakbornings leikur vafi á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins. • Sakarefni samkvæmt 228. og 229. gr. alm. hgl. lýtur að brotum á friðhelgi einkalífs meðal annars með því að hnýsast í, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi. Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum. Sérstakar aðstæður sem varða einkahagsmuni eða almannahagsmuni geta gert framangreinda háttsemi refsilausa. Augljósar refsileysisástæður gætu almennt verið þær að aðili hafi verið að skipuleggja glæp eða játa á sig alvarlegan verknað í einkagögnum en endanlegt mat um slíkt liggur hjá dómstólum. Rannsóknin beindist hins vegar aðallega að því að reyna að upplýsa hverjir afrituðu símann, hvar og hvernig það var gert. Það liggur fyrir að birtar voru fréttir upp úr einkagögnum af símtækinu s.s. tölvupóstum, skjölum og spjallþráðum spjallforrita. • Það er mat Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði símann, hvernig og hver afhenti öðrum upplýsingar um einkamálefni brotaþola. Þeir sem birtu fréttir upp úr gögnum símans fengu réttarstöðu sakbornings auk þeirra sem sannað er að höfðu verið í samskiptum við þann sakborning sem afhenti símann til fjölmiðla. Sakborningar sem störfuðu hjá fjölmiðlum neituðu að tjá sig hjá lögreglu og afhentu lögreglu engin gögn. Það er réttur þeirra sem hafa fengið stöðu sakbornings. Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu. • Það er miður hve langan tíma rannsóknin tók en gildar skýringar eru á því. Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar sem og ágreiningur við sakborninga sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar sem blaðamenn. Fjallað var um málið á þremur dómsstigum, auk þess sem gerðar voru vanhæfiskröfur á starfsmenn embættisins sem fjallað var um á tveimur dómsstigum og töfðu þessi málaferli rannsókn málsins mikið. Málið féll ekki undir forgangsmál í samræmi við almenn fyrirmæli ríkissaksóknara auk þess sem önnur atriði höfðu áhrif á rannsóknartímann. Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri. Það liggur fyrir að ekki hefur tekist að sanna hver afritaði upplýsingar af síma í einkaeigu og með hvaða hætti þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um það. Af þessum sökum sem og vegna sjónarmiða um fyrningu hefur embættið ákveðið að hætta rannsókn í þessu máli gegn öllum sakborningum. Embættinu er skylt samkvæmt sakamálalögum að taka til rannsóknar mál þar sem grunur er um refsiverða háttsemi óháð því hver það er sem tilkynnir brot eða er sakaður um brot. Embættið telur það hafa uppfyllt skyldur sínar. Aðilum máls hefur verið tilkynnt um málalok. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra veitir ekki frekari upplýsingar um málið. Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Páll Steingrímsson tilkynnti málið til lögreglu og sagði sér hafa verið byrlað ólyfjan og sími hans tekinn ófrjálsri hendi á meðan hann lá inni á spítala. Fréttir voru skrifaðar í Kjarnanum og Stundinni, sem sameinuðu síðar krafta sína í Heimildinni, upp úr tölvupóstum úr síma Páls. Fréttirnar fjölluðu um svonefnda skæruliðadeild innan Samherja þar sem varpað var ljósi á það hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu greinaskrif til að stjórna umræðunni um hið svokallaða Samherjamál og koma höggi á til dæmis blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið með málið til skoðunar frá því 14. maí 2021 eða í á fjórða ár. Í tilkynningu á Facebook-síðu sinni í dag rekur embættið málið og útskýrir hvers vegna rannsókn á málinu er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma Páls og dreifingu á kynferðislegu myndefni úr símanum hefur verið hætt. Sjö fengu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins. Eiginkona Páls auk sex blaðamanna; Þóru Arnórsdóttur þáverandi ritstjóra Kveiks, Þórður Snær Júlíusson þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson þáverandi blaðamaður Heimildarinnar og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks á RÚV. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að sannað þykir að fyrrverandi eiginkona Páls byrlaði honum ólyfjan, tók síma hans ófrjálsri hendi og sendi sjálfri sér kynferðislegt efni úr símanum. Þá hafi hún afhent Þóru og Arnari símann. Ekkert bendir til þess að blaðamennirnir hafi dreift kynferðislegu efni og ósannað er hver afritaði símann sem varð til þess að blaðamenn komust í gögn sem tengdust viðbrögð við fjölmiðlaumfjöllun um Samherja. Sakborningar fagna málinu en þeir hafa mislengi haft stöðu sakbornings. Aðalsteinn Kjartansson hefur verið sakborningur í tvö og hálft ár. „Eftir tvö og hálft ár hefur lögreglan á Akureyri loksins fellt niður rannsókn á hendur mér og fleirum. Aldrei á þessu tímabili benti neitt til þess að ég eða aðrir blaðamenn hefðum framið lögbrot enda er það ekki lögbrot að flytja sannar og réttar fréttir. Það er mjög margt um þetta að segja en látum þetta duga í bili,“ segir Aðalsteinn í færslu á Facebook. Þrjú sakarefni til rannsóknar Lögreglan á Norðurlandi eystra segir sakarefnið sem til rannsóknar var hafa verið þrennskonar. Allir þættir rannsóknar hafi beinst að einum sakborningi, eiginkonu Páls skipstjóra, en einn þáttur að öðrum sakborningum. Enginn sakborninganna er nefndur í færslu lögreglunnar en eru taldir upp hér að neðan lesendum til upplýsinga. Eyþór Þorbergsson saksóknari á Norðurlandi eystra hafði yfirumsjón með rannsókn málsins. Hér er hann með Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra fyrir norðan. 1. Líkamsárás og byrlun Páls var rannsakað með hliðsjón af 217. og 218. grein almennra hegningarlaga. Eiginkona Páls var undir rökstuddum grun um að hafa byrlað honum lyf. Lögregla segir engin gögn í málinu gefa tilefni til að gruna aðra sakborninga um að hafa átt þátt í að byrla Páli. 2. Lögregla segir að legið hafi fyrir í málinu að eiginkona Páls segist hafa afhent RÚV símann þar sem hann hafi verið afritaður. Hún hafi vitað að í símanum var að finna kynferðisefni sem ólögmætt er að dreifa nema með samþykki. Lögregla segir sannað að eiginkonan sendi sjálfri sér kynferðislegt myndefni úr síma Páls. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um að þeir sem meðhöndluðu símann og efni úr honum eftir að hann var afhentur RÚV hafi dreift þessu kynferðislega myndefni. Dreifing á kynferðislegu myndefni án leyfis varðar brot á 199. grein almennra hegningarlaga. 3. Blaðamennirnir sex auk eiginkonu Páls voru til rannsóknar vegna gruns um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að brotum gegn friðhelgi einkalífs. Þar beindist rannsóknin að því að upplýsa um hver hefði afritað innihald símans sem eiginkonan fyrrverandi tók af Páli og kom til RÚV. Framburður hennar hefði verið stöðugur allan tímann um að hafa afhent RÚV símann og þar hafi síminn verið afhentur. Hún hafi einnig verið stöðug í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann. Í júlí síðastliðnum upplýsti eiginkonan fyrrverandi um að hafa afhent Þóru Arnórsdóttur, fréttamanni RÚV, símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Þóra hafi kallað til Arnar Þórisson yfirframleiðanda Kveiks sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila. Arnar hafi ekki upplýst um hver sá hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og eiginkonan fyrrverandi komið daginn eftir í Efstaleiti og fengið símann afhentan aftur. Ósannað orsakasamband milli byrlunar og veikinda Lögregla rýnir jafnframt í niðurstöðu rannsóknarinnar eins og langt og hún nái. 1. Fyrir liggi að eiginkonan fyrrverandi játi að hafa sett lyf út í áfengi sem hún færði Páli og hann drakk. Nokkrum klukkustundum síðar veiktist Páll alvarlega. Lögregla segir að ekki hafi tekist að sanna orsakasamband á milli byrlunar á lyfjum og veikinda Páls með óyggjandi hætti. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur háttsemina varða við 217. gr. almennra hegningarlaga. Að því gefnu að brotið eigi aðeins undir þá grein gæti brotið verið fyrnt sem dómstólar hafi þó endanlegt mat á. Lögregla segir að ef hægt væri að sanna orsakatengsl milli byrlunar og veikinda Páls væri ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning eiginkonunnar fyrrverandi til að valda Páli þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá vísar lögrelga til andlegs ástands konunnar á verknaðarstundu og eftirfarandi veikinda hennar. Af þeim ástæðum hafi verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu. 2. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur sakarefnið um að dreifa kynferðislegu myndefni af Páli líklegt til sakfellis á hendur fyrrverandi eiginkonu Páls. Brotið felst í því að hún sendi sjálfri sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans. Vegna veikinda konunnar leikur vafi á um hvort hún hafi verið sakhæf á verknaðarstundu. Hún hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur lögregla ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins. 3. Rannsókn á brotum á friðhelgi einkalífs snerist um að skoða hvort eiginkonan fyrrverandi og blaðamennirnir sex hefðu verið að hnýsast í, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi. Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að öll sjö gætu hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum. Sérstakar aðstæður sem varði einkahagsmuni eða almannahagsmuni geti gert framangreinda háttsemi refsilausa. Augljósar refsileysisástæður gætu almennt verið þær að aðili hafi verið að skipuleggja glæp eða játa á sig alvarlegan verknað í einkagögnum en endanlegt mat um slíkt liggi hjá dómstólum. Rannsóknin beindist hins vegar aðallega að því að reyna að upplýsa hverjir afrituðu símann, hvar og hvernig það var gert. Fyrir liggi að birtar voru fréttir upp úr einkagögnum af símtækinu s.s. tölvupóstum, skjölum og spjallþráðum spjallforrita. Það er mat lögreglu að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði símann, hvernig og hver afhenti öðrum upplýsingar um einkamálefni Páls. Þeir blaðamenn sem birtu fréttir upp úr gögnum símans fengu réttarstöðu sakbornings auk þeirra sem sannað er að höfðu verið í samskiptum við eiginkonuna fyrrverandi sem afhenti símann til RÚV. „Sakborningar sem störfuðu hjá fjölmiðlum neituðu að tjá sig hjá lögreglu og afhentu lögreglu engin gögn. Það er réttur þeirra sem hafa fengið stöðu sakbornings. Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Ósannað hvernig síminn var afritaður og hver gerði það Embættið segir miður hve langan tíma rannsóknin tók en á því séu gildar skýringar. „Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar sem og ágreiningur við sakborninga sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar sem blaðamenn. Fjallað var um málið á þremur dómsstigum, auk þess sem gerðar voru vanhæfiskröfur á starfsmenn embættisins sem fjallað var um á tveimur dómsstigum og töfðu þessi málaferli rannsókn málsins mikið,“ segir í tilkynningu lögreglu. „Málið féll ekki undir forgangsmál í samræmi við almenn fyrirmæli ríkissaksóknara auk þess sem önnur atriði höfðu áhrif á rannsóknartímann. Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri. Það liggur fyrir að ekki hefur tekist að sanna hver afritaði upplýsingar af síma í einkaeigu og með hvaða hætti þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um það. Af þessum sökum sem og vegna sjónarmiða um fyrningu hefur embættið ákveðið að hætta rannsókn í þessu máli gegn öllum sakborningum.“ Hér að neðan má sjá tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í heild sinni. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Brotið var tilkynnt lögreglu þann 14.05.2021. Við rannsóknina fengu sjö einstaklingar réttarstöðu sakbornings. Sakarefnið var þrennskonar og beindust allir þættir að einum sakborningi en einn þáttur að öðrum sakborningum. Hér að neðan er gerð grein fyrir sakarefninu. 1. Líkamsárás, byrlun, 217. gr. eða 218. gr. almennra hegningarlaga. Einn aðili var undir rökstuddum grun um að hafa byrlað brotaþola lyf. Engin gögn í málinu gáfu lögreglu tilefni til að gruna aðra sakborninga um að hafa átt þátt í að byrla brotaþola. 2. Brot á 199. gr. a. almennra hegningarlaga. Í málinu liggur fyrir að sakborningur sem náði síma af brotaþola kveðst hafa afhent fjölmiðli símann þar sem síminn var afritaður. Sakborningur vissi þá að í símanum var kynferðisefni sem ólögmætt er að dreifa nema með samþykki. Sannað er að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni úr síma brotaþola. Ekkert liggur fyrir um að þeir aðilar sem meðhöndluðu símann og efni úr honum eftir að hann var afhentur fjölmiðlum hafi dreift þessu kynferðislega myndefni. 3. Brot gegn 228. gr. og 229. gr. almennra hegningarlaga. Að því er varðar þennan kærulið beindist rannsóknin aðallega að því að upplýsa um hver hefði afritað innihald símans sem fenginn var með þeim hætti sem áður hefur verið lýst. Framburður sakbornings sem afhenti fjölmiðlum símann hefur verið stöðugur allan tímann sem rannsóknin hefur staðið um að hann hafi afhent fjölmiðlum símann og þar hafi síminn verið afritaður. Sakborningurinn hefur einnig verið stöðugur í framburði um að hafa upplýst þá sem tóku við símanum hvernig síminn væri til kominn og hver ætti símann. Í júlí síðastliðnum upplýsti sakborningur um að hafa afhent fréttamanni RÚV símann í húsnæði RÚV í Reykjavík. Sá hafi kallað til annan starfsmann RÚV sem tók við símanum og fór með hann til þriðja aðila sem hann gat ekki upplýst um hver hefði verið. Þessir starfsmenn RÚV hefðu verið með símann í sólarhring og sakborningur hefði komið daginn eftir á RÚV og fengið símann afhentan aftur. Niðurstöður rannsóknarinnar eins langt og hún nær eru helstar eftirtaldar: • Það liggur fyrir að einn sakborninga játaði að hafa sett lyf út í áfengi sem hann færði brotaþola og hann drakk. Nokkrum klukkustundum síðar veiktist brotaþoli alvarlega. Ekki hefur tekist að sanna orsakasamband á milli byrlunar á lyfjum og veikinda brotaþola með óyggjandi hætti. Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur háttsemina varða við 217. gr. almennra hegningarlaga. Að því gefnu að brotið eigi aðeins undir 217. gr. gæti brotið verið fyrnt sem dómstólar hafa þó endanlegt mat á. Ef hægt væri að sanna orsakatengsl milli byrlunar og veikinda brotaþola er ekki líklegt að ákæruvaldinu tækist að sanna ásetning sakbornings til að valda brotaþola þeim skaða sem hann varð fyrir. Þá er vísað til andlegs ástands sakbornings á verknaðarstundu og eftirfarandi veikindi hans. Af framangreindum ástæðum hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessu sakarefni í málinu. • Lögreglustjóraembættið á Norðurlandi eystra telur sakarefnið um að dreifa kynferðislegu myndefni af brotaþola sé líklegt til sakfellis á hendur einum sakborningi. Brotið felst í því að sakborningur sendi sjálfum sér kynferðislegt myndefni af eiginmanni sínum úr síma hans. Vegna veikinda sakbornings leikur vafi á um hvort hann hafi verið sakhæfur á verknaðarstundu. Sakborningur hefur hafnað beiðni um að undirgangast sakhæfismat og því hefur verið ákveðið að hætta rannsókn á þessum þætti málsins. • Sakarefni samkvæmt 228. og 229. gr. alm. hgl. lýtur að brotum á friðhelgi einkalífs meðal annars með því að hnýsast í, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi. Þar er afstaða Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að allir sakborningar í málinu gætu hafa sýnt af sér atferli sem getur flokkast undir brot á framangreindum ákvæðum. Sérstakar aðstæður sem varða einkahagsmuni eða almannahagsmuni geta gert framangreinda háttsemi refsilausa. Augljósar refsileysisástæður gætu almennt verið þær að aðili hafi verið að skipuleggja glæp eða játa á sig alvarlegan verknað í einkagögnum en endanlegt mat um slíkt liggur hjá dómstólum. Rannsóknin beindist hins vegar aðallega að því að reyna að upplýsa hverjir afrituðu símann, hvar og hvernig það var gert. Það liggur fyrir að birtar voru fréttir upp úr einkagögnum af símtækinu s.s. tölvupóstum, skjölum og spjallþráðum spjallforrita. • Það er mat Lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði símann, hvernig og hver afhenti öðrum upplýsingar um einkamálefni brotaþola. Þeir sem birtu fréttir upp úr gögnum símans fengu réttarstöðu sakbornings auk þeirra sem sannað er að höfðu verið í samskiptum við þann sakborning sem afhenti símann til fjölmiðla. Sakborningar sem störfuðu hjá fjölmiðlum neituðu að tjá sig hjá lögreglu og afhentu lögreglu engin gögn. Það er réttur þeirra sem hafa fengið stöðu sakbornings. Lögregla óskaði ekki eftir því við sakborninga að þeir upplýstu um heimildarmenn sína enda lá það fyrir frá upphafi rannsóknar hver heimildarmaðurinn var í máli þessu. • Það er miður hve langan tíma rannsóknin tók en gildar skýringar eru á því. Rannsóknin var engu að síður samfelld. Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar sem og ágreiningur við sakborninga sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar sem blaðamenn. Fjallað var um málið á þremur dómsstigum, auk þess sem gerðar voru vanhæfiskröfur á starfsmenn embættisins sem fjallað var um á tveimur dómsstigum og töfðu þessi málaferli rannsókn málsins mikið. Málið féll ekki undir forgangsmál í samræmi við almenn fyrirmæli ríkissaksóknara auk þess sem önnur atriði höfðu áhrif á rannsóknartímann. Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustu fyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri. Það liggur fyrir að ekki hefur tekist að sanna hver afritaði upplýsingar af síma í einkaeigu og með hvaða hætti þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um það. Af þessum sökum sem og vegna sjónarmiða um fyrningu hefur embættið ákveðið að hætta rannsókn í þessu máli gegn öllum sakborningum. Embættinu er skylt samkvæmt sakamálalögum að taka til rannsóknar mál þar sem grunur er um refsiverða háttsemi óháð því hver það er sem tilkynnir brot eða er sakaður um brot. Embættið telur það hafa uppfyllt skyldur sínar. Aðilum máls hefur verið tilkynnt um málalok. Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra veitir ekki frekari upplýsingar um málið.
Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira