Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 18:37 Ingunn hlaut alls tuttug sár í árásinni. Sjúkraliði sem kom á vettvang sagði fyrir dómi að hann hefði ekki búist við því að hún lifði af. Ingunn Björnsdóttir Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Dómstóll dæmdi nemandann til sjö og hálfs árs af svokallaðri öryggisvistun fyrir tilraun til manndráps og sérlega hættulega líkamsárás fyrr í þessum mánuði. Refsingin getur í reynd verið ótímabundin þar sem forsenda þess að þeim dæmda sé sleppt er að hann svari meðferð og hann sé ekki lengur talinn hættulegur samfélaginu. Lögmaður nemandans segir norska fjölmiðlinum Khrono að hann hafi nú áfrýjað hluta dómsins. Hann sækist ekki eftir að fá lengd refsingarinnar hnekkt heldur öryggisvistuninni. Þá vill hann áfrýja hluta dómsins sem varðaði árásina á samkennara Ingunnar sem reyndi að koma hennni til varnar. Hann hafi óvart stungið samkennaranna og ekki sé hægt að sakfella menn fyrir að valda líkamstjóni af stórfelldri vanrækslu. Þá hafi samkennari Ingunnar ekki særst alvarlega í atlögunni. Þó að nemandinn sé ósammála því að árásin á Ingunni hafi verið tilraun til manndráps ætli hann ekki að áfrýja þeim hluta dómsins þar sem hann sé ekki vongóður um að fallist yrði á sjónarmið hans um það. Iðraðist einskis Árásin átti sér stað þegar nemandinn fundaði með Ingunni og samstarfskonu hennar vegna lyfjafræðiprófs sem hann féll á. Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum réðst maðurinn á hana, skar á háls hennar og stakk hana ítrekað. Hann særði samstarfskonuna einnig með hnífnum áður en aðrir starfsmenn skólans náðu að skarast í leikinn. Sjúkraliði sem kom fyrir dóminn sagði að hann hefði ekki hugað Ingunni líf. Hún hlaut alls tuttugu sár í árásinni, sjö skurði og þrettán stungusár. Fyrir dómi sagðist maðurinn iðrast einskis. Honum hefði verið uppsigað við Ingunni sem hann taldi standa í vegi þess að hann næði árangri í námi. Hann hefði viljað ryðja henni úr vegi tímabundið til þess að hann gæti tekið prófið sem hann féll á aftur. Nemandinn, sem er á einhverfurófi, var ekki talinn hafa verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn.
Noregur Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 „Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05
„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. 24. september 2023 19:31