Innlent

Hvernig þing­menn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Arnar Þór Jónsson, Þórður Snær Júlíusson og Jón Gnarr stefna allir á þing. Þeir verða gestir Pallborðsins á Vísi í dag.
Arnar Þór Jónsson, Þórður Snær Júlíusson og Jón Gnarr stefna allir á þing. Þeir verða gestir Pallborðsins á Vísi í dag. Vísir/Einar

Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13.

Jón, Þórður Snær og Arnar Þór tilkynntu allir á dögunum að þeir stefndu á þing. Jón er genginn til liðs við Viðreisn, Þórður Snær er orðinn liðsmaður Samfylkingarinnar og Arnar Þór er stofnandi nýs flokks, Lýðræðisflokksins - sam­tök um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt, sem hyggur á framboð í öllum kjördæmum.

Í Pallborðinu förum við yfir sýn þeirra á stjórnmálin, stefnumál og erindi þeirra á Alþingi. Hvaða flokkum gætu þeir hugsað sér að vinna með? Hvaða flokkar væru ekki vænlegir til samstarfs? Hvernig þingmenn yrðu þeir? 

Þetta og meira til í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. Útsendinguna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×