Leikmenn láta í sér heyra: „Við erum í hættu“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 16:46 Timber í baráttunni með Arsenal gegn Manchester City á dögunum Vísir/Getty Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli. Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber. Enski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Sjá meira
Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber.
Enski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Sjá meira