Leikmenn láta í sér heyra: „Við erum í hættu“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 16:46 Timber í baráttunni með Arsenal gegn Manchester City á dögunum Vísir/Getty Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli. Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira