Innlent

Ráð­lagt að slökkva á raf­magns­tækjum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um er að ræða tæki líkt og eldavélar en einnig viðkvæmari tæki líkt og sjónvörp samkvæmt ráðleggingum RARIK. 
Um er að ræða tæki líkt og eldavélar en einnig viðkvæmari tæki líkt og sjónvörp samkvæmt ráðleggingum RARIK.  Vísir/Vilhelm

Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið.

Tilefnið er víðfeðmt rafmagnsleysi á landinu í kjölfar útsláttar hjá Norðuráli á Grundartanga. Rafmagnslaust er allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Í tilkynningu RARIK segir að þessar leiðbeiningar eigi við um eldavélar og fleiri hitunartæki, auk þess sem ráðlegt sé að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

„Þá hef­ur reynst mörg­um vel að eiga vasa­ljós að grípa til því farsíma­ljós eru fljót að tæma farsím­araf­hlöður. RARIK minn­ir einnig á að raf­magns­leysi get­ur haft áhrif á fjar­skipti og ýmsa þjón­ustu sem er háð raf­magni.“

Eyðilögðust við höggið

Þá kemur fram í tilkynningu RARIK að heimilistæki og mælar hafi sums staðar eyðilagst þegar höggið kom á flutningskerfið í dag. Verst hafi áhrifin verið á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði.

Fram kemur að unnið sé að því að koma flutningskerfinu í lag. Mikil eftirspurn sé eftir þjónustu símleiðis hjá RARIK. Biður RARIK viðskiptavini um að sýna þolinmæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×