Innlent

Á­fram á bak við lás og slá vegna and­láts hjónanna

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa banað hjónum í Neskaupstað.
Maðurinn er grunaður um að hafa banað hjónum í Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Fallist hefur verið á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fallist hafi verið á kröfu Lögreglustjórans á Austurlandi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi.

Þá segir að rannsókn málsin sé í fullum gangi og miði vel. Mikil vinna sé framundan við úrvinnslu gagna, sem muni taka tíma.

Frekari upplýsinga um málið frá lögreglu sé ekki að vænta að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×