Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2024 18:57 Brotið var framið í íbúð í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á hendur manni í nauðgunarmáli. Honum var gefið að sök að nauðga konu sem var sofandi, en maðurinn bar fyrir sig að hann sé haldinn af kynferðislegri svefnröskun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Sjá meira