Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2024 16:31 Ásta Eir Árnadóttir hefur sjaldan verið eins spennt. Vísir/Vilhelm „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. „Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Ég er búin að vera tala um þetta alla vikuna við stelpurnar og fólk í kringum mig hvað ég er ótrúlega spennt. Ég hef aldrei verið jafn spennt að spila fótboltaleik,“ segir Ásta Eir jafnframt. Klippa: „Búin að vera tala um þetta alla vikuna“ Búast má við taktískri baráttu tveggja langbestu liða landsins en Ásta segir þó að það verði markaveisla í Hlíðunum á morgun. „Þegar við mætumst þá eru þetta tvö vel skipulögð varnarlið fyrst og fremst. Ég veit það ekki alveg, ég held að þetta gæti verið spurning um hver skorar fyrst og svo gamla góða dagsformið. Ég er samt bjartsýn á að þetta verði sóknarbolti, við förum í þetta eins og við höfum verið að spila í úrslitakeppninni þar sem við höfum verið að skora mörk. Ég ætla að lofa markaveislu,“ segir Ásta. Blikakonur hafa það forskot að vera stigi ofar en Valur í deildinni og dugar því jafntefli. Ásta segir Kópavogskonur ekki hafa það í huga. „Það getur verið ef þú ert að pæla í því en við höfum ekki verið af því. Það er hættulegur leikur að hugsa þannig. Við ætlum að mæta í leikinn til að vinna.“ Gott fyrir græna hjartað að fá titilinn heim Blikakonur hafa verið að elta Val síðustu ár og töpuðu síðast úrslitaleik bikarsins nú í sumar. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú ár og vonast þær grænu til að enda þá hrinu. Ásta segist hafa séð fyrir sér að lyfta Bestu deildar skildinum fræga. „Já, bara mjög oft. Ég hugsa um það daglega. Ég held að það sé gott að hugsa það og sjá það fyrir þér. Þú þarft að sjá fyrir þér að þú vinnir, skorir mörk og verjir markið þitt. Það er þjálfari í teyminu okkar sem hefur talað um þetta í mörg ár að sjá þetta fyrir okkur,“ „Ég fer inn í þennan leik sjáandi fyrir mér allt það besta,“ segir Ásta. Það myndi þá hafa mikla þýðingu að endurheimta titilinn frá Valskonum. „Þetta myndi þýða margt og gott. Svolítið svona loksins. Við erum búin að vera í þessu öðru sæti undanfarin ár og tapað nokkrum bikarúrslitaleikjum og alls konar vesen. Það væri gott fyrir græna hjartað mitt að fá bikarinn heim,“ segir Ásta. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti