Liverpool með fjögurra stiga for­skot á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diogo Jota fagnar marki sínu með Mohamed Salah.
Diogo Jota fagnar marki sínu með Mohamed Salah. getty/Andrew Powell

Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni vann Liverpool 0-1 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park. Með sigrinum náði Rauði herinn fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Eina mark leiksins kom strax á 9. mínútu. Diogo Jota skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Cody Gakpo.

Ismaïla Sarr var nálægt því að jafna fyrir Palace undir lok fyrri hálfleiks en Alisson varði frá honum. Dean Henderson varði svo vel frá Mohamed Salah í byrjun seinni hálfleiks.

Alisson þurfti að fara af velli vegna meiðsla þegar átta mínútur voru eftir. Vítezslav Jaros kom inn á í hans stað. Skömmu síðar fékk Eberechi Eze upplagt færi fyrir Palace en skaut beint á Jaros.

Liverpool er sem fyrr sagði á toppi deildarinnar en Palace, sem hefur aðeins unnið einn leik, er í 18. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira