Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 13:34 Hólmfríður starfaði á neyðarsjúkrahúsi í Rafah í sumar. Rauði krossinn Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira