Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 19:06 Jón Gnarr furðar sig á fréttaflutningi um sigurvissu sína fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingskosningar. Hann sé enginn kvenhatari. Vísir/Vilhelm/Grafík Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða. Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða.
Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira