Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 15:59 Jóhann Páll hefur lítið álit á samstarfi ríkisstjórnarinnar. vísir Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira