Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 14:33 Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir allar framkvæmdir sem búa til aðgengi á jöklum þar sem það var ekki fyrir séu ólöglegar. Banaslys varð í íshellaferð Ice Pic Journeys á Breiðamerkurjökli í sumar. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“ Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31