Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 23:09 Frá annarri loftárásinni í Beirút í kvöld. AP/Bilal Hussein Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Banvænni árásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar og þá sérstaklega suður af borginni, þar sem ítök Hezbollah eru mikil, en þessar árásir voru gerðar í þéttbýlu hverfi í hjarta Beirút. Í frétt New York Times segir að eitt hús hafi verið lagt í rúst. Ein árásin var gerð á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi og hin jafnaði fjögurra hæða hús við jörðu. Að minnsta kosti önnur þessara árása eru sögð hafa beinst að háttsettum leiðtoga innan Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. Sá heitir Wafiq Safa og er sagður hafa sloppið, samkvæmt heimildum Reuters. Safa er sagður starfa sem tengiliðill Hezbollah við opinberar öryggisstofnanir í Líbanon. Hann er talinn einn af fáum æðstu leiðtogum samtakanna sem Ísraelar hafa ekki ráðið af dögum en þeir sem lifa enn eru sagðir vinna hörðum höndum að því að endurskipuleggja þau. Skutu á friðargæsluliða Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í dag að tveir friðargæsluliðar hefðu særst þegar áhöfn ísraelsks skriðdreka skaut á varðturn nærri höfuðstöðvum friðargæsluliðanna í Ras al-Naqoura. Skotið hæfði turninn svo friðargæsluliðarnir féllu úr honum. Rúmlega tíu þúsund friðargæsluliðar eru í Líbanon og Sameinuðu þjóðirnar segja þá í sífellt meiri hættu. Talsmenn Hvíta hússins hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að skotið hafi verið að friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn ísraelska hersins hafa hins vegar lítið sagt annað en að gefa út yfirlýsingu um að hermenn hafi tekið þátt í aðgerðum á svæðinu og friðargæsluliðum hafi verið sagt að halda sig á öruggum svæðum. Ýjað er að því í yfirlýsingunni að vígamenn Hezbollah skýli sér bakvið friðargæsluliðana. Reuters hefur eftir talskonu friðargæsluliðanna að þeir ætli ekki að flytja sig um set, þó Ísraelar hafi sagt þeim að gera það.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Íran Tengdar fréttir Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37 Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58 Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gegnum síma í dag um fyrirhugaðar árásir Ísrael á Íran. 9. október 2024 06:37
Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. 8. október 2024 17:58
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40