„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Sjá meira
Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Sjá meira