„Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 12. október 2024 21:38 Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum