Fótbolti

Hlógu að nafni nýja fé­lagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Guerreros fjallar um fótboltann í þætti á CBS Sports en átti mjög erfitt með sér þegar hann fjallaði um nýja nafið.
Alexis Guerreros fjallar um fótboltann í þætti á CBS Sports en átti mjög erfitt með sér þegar hann fjallaði um nýja nafið. CBS Sports

Nýjasta félagið í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta er komið með nafn og óhætt er að segja að allir séu ekki jafnhrifnir.

Boston er að fá nýtt lið í NWSL-deildinni og mun það bera nafnið BOS Nation FC.

Með þessu er verið að vísa í hugtakið „Bostonian“ sem er notað yfir fólk frá Boston.

BOS Nation verður fimmtánda félagið í deildinni. Stefnan er sett á það að liðið spili í henni fyrst sumarið 2026 og heimavöllurinn verði White Stadium. Ekki eru þó hafnar nauðsynlegar endurbætur á leikvanginum.

Enn á eftir líka að hanna merki félagsins en það mun leika í grænu eins og annað þekkt félag frá Boston.

Leikkonan Elizabeth Banks og Ólympíumeistarinn Aly Raisman voru jafnframt kynntar sem nýir hluteigendur í félaginu.

Boston hefur átt áður lið í NWSL deildinni en það lið var síðast með árið 2017 og hét Boston Breakers.

Með því að nota ekki það nafn aftur þá vilja nýir eigendur byrja alveg upp á nýtt.

Margir hafa gagnrýnt nafnið og það áttu líka sumir fjölmiðlamenn erfitt með að halda andlitinu í umfjölluninni um tilkynninguna. Það var þannig hlegið að nafni nýja félagsins í umfjöllun í fótboltaþætti CBS Sports eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×