„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 11:54 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við. Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við.
Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02
Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59