Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2024 11:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Sjá meira