Í átt að betra Íslandi – stjórnmál sem skila árangri Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 20. október 2024 11:32 Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum undanfarin ár – hvort sem það er hækkandi vextir, aukinn kostnaðarbyrði heimilanna eða áskoranir í menntakerfinu. Þrátt fyrir þessi vandamál hefur það sýnt sig að lausnamiðuð stjórnmál geta skipt sköpum. Framsóknarflokkurinn hefur unnið hörðum höndum að því að létta byrðar af heimilum og fjölskyldum með markvissum aðgerðum, sem hafa skilað sér beint í lífskjör fólks. Á erfiðum tímum, þegar vaxtahækkanir og verðbólga hafa herjað á almenning, hafa aðgerðir sem létta vaxtabyrði heimila verið grundvallaratriði. Framsókn hefur ekki aðeins talað um þessi vandamál – flokkurinn hefur gripið til aðgerða sem hafa bætt fjárhagsstöðu fjölskyldna og aukið jöfnuð innan menntakerfisins, svo allir geti notið betri lífsgæða. Stuðningur við heimilin – ekki bara orð, heldur aðgerðir Á meðan mörg heimili glíma við aukinn vaxtakostnað og fjárhagsáhyggjur, tryggði Framsókn sérstakan vaxtastuðning upp á 5,5 milljarða sem hefur beint og milliliðalaust létt byrðar á fjölskyldum um allt land. Þetta er raunverulegur stuðningur sem skiptir máli – þetta er munurinn á því að tala um breytingar og að framkvæma í verki. Hækkun barnabóta Ekki er nóg að létta aðeins á vaxtabyrði. Hækkun barnabóta hefur verið mikilvægur þáttur í að styðja við barnafjölskyldur á Íslandi, sem standa oft frammi fyrir auknum útgjöldum. Fjölskyldur eiga ekki að bera þyngri fjárhagsbyrði þegar þær stækka – að eignast fleiri börn ætti að vera jákvæður valkostur, studdur af samfélaginu en ekki hamlandi. Þessar aðgerðir sýna hvernig hægt er að bregðast við samfélagsmálum með því að setja fjölskyldur og fólk í fyrsta sæti. Jöfnuður í menntakerfinu Menntun er grunnstoð samfélagsins. Framsókn gerir sér grein fyrir því og tvöfaldaði fjármagn til þróunar og gerðar nýrrar námsgagna - stærstu umbætur á útgáfu námsgagna í áratugi. Með því að tryggja gjaldfrjáls námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur fram að 18 ára aldri, hefur Framsókn lagt sitt af mörkum til að jafna aðgengi að menntun. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að bera kostnaðinn fyrir nauðsynleg námsgögn, sem auðveldar bæði foreldrum og nemendum að leggja grunn að betri framtíð. Þetta er skýrt dæmi um aðgerðir sem hafa áhrif og bæta lífsskilyrði. Framtíðin kallar á lausnir Framsókn hefur lagt allt sitt af mörkum í krefjandi aðstæðum, með markvissum aðgerðum, sérstökum vaxtastuðningi sem létti byrðar af fjölskyldum, hækkun barnabóta sem styður við barnafjölskyldur og innleiðingu gjaldfrjálsra námsgagna. Framsókn hefur skilað áþreifanlegum árangri sem bætir lífsskilyrði fólks um allt land. Þessar aðgerðir eru ekki tilviljanakenndar, heldur eru þær hluti af stefnu Framsóknarflokksins sem hefur stutt heimilin, eflt menntakerfið og tryggt jafnvægi í samfélaginu. Framsókn mun halda áfram að leita nýrra lausna til að mæta komandi áskorunum, með hagsmuni fjölskyldna og samfélagsins að leiðarljósi. Framsókn hefur sýnt að flokkurinn stendur með fólkinu í landinu og mun halda áfram að leiða lausnamiðuð stjórnmál sem byggja upp betra og réttlátara Ísland fyrir alla. Höfundur er ungur Framsóknarmaður Heimildaskrá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/07/04/Alagning-opinberra-gjalda-einstaklinga-arid-2024/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/08/19/Gjaldfrjals-namsgogn-og-tvofalt-meira-fjarmagn-til-namsgagnagerdar/
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun