Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 09:19 Jón Gunnarsson (t.v.) og Bjarni Benediktsson (t.h.) hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í átta ár. Nú verður Jón ekki lengur í framboði fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira