Íslenski hópurinn sem tekur fyrstu skrefin að EM 2026 Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:44 Ísland hefur verið fastagestur á EM frá aldamótum og ekki útlit fyrir að það breytist í bili. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið landsliðshópinn sem í næsta mánuði byrjar nýja undankeppni fyrir EM 2026. Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti