Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa ekki staðfest fundinn en ekki heldur neitað því að hann muni eiga sér stað. Samkvæmt erlendum miðlum á hann að fara fram á hliðarlínum ráðstefnu BRICS-ríkjanna í borginni Kazan í Rússlandi.
Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir fund Guterres með Pútín ekki til þess fallinn að stuðla að friði. Þá muni hann skaða orðspor Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa Úkraínumenn bent á að Guterres hafi hafnað boði á friðarráðstefnu Úkraínu í Sviss en hyggist nú funda með „stríðsglæpamanninum“ Pútín.