KA lagði Vestra 2-1 í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Tapið þýðir að Vestri getur enn fallið þar sem liðið er jafnt HK að stigum. Vestri mætir föllnum Fylkismönnum á Ísafirði á meðan HK mætir KR.
Albert Brynjar var ekki hrifinn af frammistöðu Vestra gegn KA og þá sérstaklega ekki frammistöðu Elvars sem var tekin af velli á 58. mínútu.
„Sjáið minn mann Elvar, kemur langur bolti og hann bara; ég er góður. Hleypur bara á Valdimar (Loga Sævarsson).
„Þetta var fáránleg frammistaða hjá Vestra liðinu með allt undir,“ bætti Albert Brynjar við.
Umfjöllun Stúkunnar um leikinn og frammistöðu Elvars má sjá í spilaranum hér að neðan.