Róbert Elís fæddur árið 2007 og leikur öllu jafna á miðjunni. Hann er uppalinn hjá ÍR og lék þar 28 deild- og bikarleiki í sumar. Þá á hann að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Hann er enn einn ungi og efnilegi leikmaðurinn sem semur í Vesturbænum. Fyrir hafði KR samið við markvörðinn Halldór Snæ Georgsson, miðvörðinn Júlíus Má Júlíusson (báðir Fjölnir) og framherjann Jakob Gunnar Sigurðsson (Völsungur).
Ljóst er að KR-ingar, sem sitja í 8. sæti Bestu deildarinnar fyrir lokaumferðina, mæta með mikið breytt lið til leiks á næsta ári en Vesturbæingar höfðu þegar samið við:
- Matthias Præst (Fylkir)
- Óliver Dag Thorlacius (Fjölnir)
- Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
- Hjalta Sigurðsson (Leiknir Reykjavík)
Um mitt sumar gengu Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason allir til liðs við uppeldisfélag sitt KR en sá síðastnefndi hefur ekki enn náð að leika með liðinu á leiktíðinni vegna meiðsla.
KR mætir HK í lokaumferð Bestu deildar karla. Sá leikur fer fram í Laugardalnum þar sem grasvöllur KR-inga er ekki talinn leikhæfur. Þá er vonast til að þar verði lagt gervigras sem fyrst svo liðið geti leikið alla heimaleiki sína á næstu leiktíð í Vesturbænum.