„Prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 19:31 Glódís Perla í leik með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Getty Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem íslenska liðið getur lært hvað mest af. Ísland heimsækir ríkjandi Ólympíumeistara Bandaríkjanna í kvöld. „Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Mourinho var bara að segja brandara Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Sjá meira
„Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Mourinho var bara að segja brandara Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Sjá meira