Uppgjörið: ÍR - Þór Þ. 73-84 | Biðin lengist eftir fyrsta sigri nýliðanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2024 21:00 Þórsarar voru undir í upphafi en vörðust frábærlega í seinni hálfleik og gerðu heimamönnum erfitt fyrir. vísir / pawel ÍR tók á móti Þór Þorlákshöfn og tapaði 73-84 í fjórðu umferð Subway deildar karla. Nýliðarnir eru því enn án sigurs en Þór hefur unnið þrjá leiki í upphafi tímabils. ÍR byrjaði betur og skoraði fyrstu sjö stig leiksins. Heimamenn spiluðu grimman og fastan varnarleik, fylgdu því eftir með flottum sóknum og hittu vel úr sínum skotum í fyrri hálfleik. Þórsarar komust mikið á vítalínuna í fyrri hálfleik.vísir / pawel Hákon Örn, fyrirliði ÍR, í varnarvinnunni.vísir / pawel Þórsarar reyndu að nýta orkuna í ÍR-ingum sér til góðs, keyrðu mikið á körfuna og sóttu vítaskotin sem aggressív vörn heimamanna var að gefa. Hittu vel úr vítunum en gerðu ekki eins vel annars staðar og voru skrefinu á eftir allan fyrri hálfleik, sem endaði 41-33 fyrir ÍR. Marcus Brown átti ekki sinn besta leik og spilaði aðeins 25 mínútur. 33 mínútna maður að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum.vísir / pawel Jacob Falko var ekki feiminn við að skjóta. Hitti úr tveimur af sjö þristum.vísir / pawel Það var mun ánægjulegra að sjá Þór spila í seinni hálfleik. Mættu með læti og minnkuðu muninn fljótt, jöfnuðu leikinn síðan um miðjan þriðja leikhluta. ÍR leið óþægilega að lenda undir eftir að hafa leitt allan tímann. Heimamenn fóru að flýta sér um of og taka slæmar ákvarðanir meðan forysta Þórs stækkaði. Jordan Semple var mikilvægur á báðum endum vallarins. 20 stig, 3 stolnir boltar og einn varinn.vísir / pawel Justas Tamalas skoraði úr fjórum af fjórum vítaskotum, setti alls tíu stig.vísir / pawel ÍR hélt andliti í þriðja leikhluta og missti gestina ekki of langt frá sér, en í fjórða leikhluta brotnuðu heimamenn saman. Orkan og ákefðin sem þeir sýndu í upphafi var algjörlega á þrotum. Þór gerði vel og hélt áfram að herja á þá þar til lokaflautið gall, niðurstaðan 73-84. Atvik leiksins Jordan Sample átti svaðalegt blokk um miðjan fjórða leikhluta þegar einn ÍR-ingurinn reyndi í sakleysi sínu að fleyta boltanum í körfuna. Heimamenn voru við það að missa tökin og þetta gerði útslagið, öll trú á endurkomu hvarf. ÍR tók leikhlé og reyndi að stappa stálinu en átti ekki afturkvæmt. Stjörnur og skúrkar Marcus Brown ekki upp á sitt besta en Marreon Jackson tók við keflinu hjá Þór. Jordan Semple maður leiksins samt, stórkostlegur á báðum endum. Ólafur Björn einnig, sterkur sjötti maður í kvöld og framlagshæsti leikmaður liðsins. Jacob Falko slakur, ÍR þarf mun meira frá honum. Stóru mennirnir Matej Kavas og Zarko Jukic ekki að standa sig í baráttunni undir körfunni. Tómas Orri Hjálmarsson hitti ekki úr skoti á sínum fimmtán mínútum inni á vellinum. Dómarar vísir / pawel Jóhannes Páll, Davíð Kristján og Bergur Daði héldu um flautarnar í kvöld. Vel hugsað um eyru viðstaddra og ekki blásið að óþörfu. Leyfðu töluverða hörku og féllu ekki í þá gryfju að flauta alltaf þegar fiskað var eftir villum. Frábær frammistaða af þeirra hálfu í kvöld. Stemning og umgjörð Vel að hlutunum staðið í Breiðholti. Eru enn að venjast því að vera mættir aftur í efstu deild, ekki búið að slétta úr öllu en kapp lagt á að finna lausnir og gera leikinn sem glæsilegastan. Stemningin að sjálfsögðu frábær þökk sé Ghetto Hooligans sem höfðu hátt allan leikinn. „Loksins! Ég er búinn að vera að bíða eftir því að verja skot“ Jordan Semple verst áhlaupi Jacob Falko.vísir / pawel „Þeir létu okkur aldeilis vinna fyrir sigrinum. Þeir börðust af öllum lífs og sálarkröftum, við vorum ekki undir það búnir í fyrri hálfleik en vöknuðum í seinni hálfleik,“ sagði Jordan Semple, leikmaður Þórs Þorlákshafnar eftir leik. „Við vissum að við þyrftum að spila á hærra orkustigi og spila betri vörn. Ekki leyfa þeim að sækja sóknarfráköst, þeir voru að ganga frá okkur þar. Við vissum að myndum finna út úr hlutunum sóknarlega, þetta snerist bara um að skipuleggja varnarleikinn,“ var það sem liðið fór yfir í hálfleik. Um miðjan fjórða leikhluta, þegar leikurinn var snúast og Þór að taka yfir, varði Jordan skot og virtist verulega sáttur. „Já. Loksins! Ég er búinn að vera að bíða eftir því að verja skot á þessu tímabili. Ég er ekki sá stærsti en er með góða tímasetningu og veit hvenær á að stökkva. Þetta smitaði líka út frá sér til liðsins, hefði þurft að gera þetta í fyrri hálfleik.“ Jordan fékk tæknivillu undir lok leiks fyrir einhver átök undir körfunni en vildi ekki segja hvað fór þar manna á milli. „Þetta var ekkert alvarlegt. Bara tveir menn með mikið keppnisskap sem vildu vinna leikinn. Þegar allt kemur til alls erum við góðir, en það var mikill baráttuandi hér í kvöld,“ sagði Jordan við því. „Ég spurði bara hvort þeir ætluðu að sýna það sama og á móti KR“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, er enn að finna út úr hlutunum enda með mjög breyttan leikmannahóp.vísir / pawel „Byrjuðum rosalega flatir, lítil barátta og lítil ákefð, vorum búnir að fara yfir það að spila á móti liði sem er að reyna að sækja sinn fyrsta sigur. Við vissum að ÍR-ingar yrðu mjög aggressívir og mér fannst við hrikalega linir. Ég hugsaði bara að þetta væri framhald af KR leiknum, en sem betur fer sneru strákarnir blaðinu í seinni hálfleik,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ., eftir leik. Það stóð ekki á svörum þegar spurt var hvað hefði skapað sigurinn. „Bara varnarleikurinn í seinni hálfleik, við höldum þeim í 32 stigum.“ Hálfleiksræðan sem hann hélt til að kveikja í sínum mönnum var heldur ekki flókin. „Ég spurði bara hvort þeir ætluðu að sýna það sama og á móti KR. Sama sagan, enginn að brjóta á neinum, enginn ákafi í varnarleiknum hjá okkur, og þeir svöruðu kallinu.“ Þór hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum, eftir slaka frammistöðu og tap gegn KR í síðustu umferð. „Við erum ennþá að finna út úr því hvernig lið við ætlum að vera. Við erum búnir að vinna leikina en menn eru ekki alveg komnir með á hreint hvert hlutverk þeirra í liðinu er. Erum með marga nýja leikmenn og erum ennþá að finna taktinn okkar,“ sagði Lárus að lokum. Bónus-deild karla ÍR Þór Þorlákshöfn
ÍR tók á móti Þór Þorlákshöfn og tapaði 73-84 í fjórðu umferð Subway deildar karla. Nýliðarnir eru því enn án sigurs en Þór hefur unnið þrjá leiki í upphafi tímabils. ÍR byrjaði betur og skoraði fyrstu sjö stig leiksins. Heimamenn spiluðu grimman og fastan varnarleik, fylgdu því eftir með flottum sóknum og hittu vel úr sínum skotum í fyrri hálfleik. Þórsarar komust mikið á vítalínuna í fyrri hálfleik.vísir / pawel Hákon Örn, fyrirliði ÍR, í varnarvinnunni.vísir / pawel Þórsarar reyndu að nýta orkuna í ÍR-ingum sér til góðs, keyrðu mikið á körfuna og sóttu vítaskotin sem aggressív vörn heimamanna var að gefa. Hittu vel úr vítunum en gerðu ekki eins vel annars staðar og voru skrefinu á eftir allan fyrri hálfleik, sem endaði 41-33 fyrir ÍR. Marcus Brown átti ekki sinn besta leik og spilaði aðeins 25 mínútur. 33 mínútna maður að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum.vísir / pawel Jacob Falko var ekki feiminn við að skjóta. Hitti úr tveimur af sjö þristum.vísir / pawel Það var mun ánægjulegra að sjá Þór spila í seinni hálfleik. Mættu með læti og minnkuðu muninn fljótt, jöfnuðu leikinn síðan um miðjan þriðja leikhluta. ÍR leið óþægilega að lenda undir eftir að hafa leitt allan tímann. Heimamenn fóru að flýta sér um of og taka slæmar ákvarðanir meðan forysta Þórs stækkaði. Jordan Semple var mikilvægur á báðum endum vallarins. 20 stig, 3 stolnir boltar og einn varinn.vísir / pawel Justas Tamalas skoraði úr fjórum af fjórum vítaskotum, setti alls tíu stig.vísir / pawel ÍR hélt andliti í þriðja leikhluta og missti gestina ekki of langt frá sér, en í fjórða leikhluta brotnuðu heimamenn saman. Orkan og ákefðin sem þeir sýndu í upphafi var algjörlega á þrotum. Þór gerði vel og hélt áfram að herja á þá þar til lokaflautið gall, niðurstaðan 73-84. Atvik leiksins Jordan Sample átti svaðalegt blokk um miðjan fjórða leikhluta þegar einn ÍR-ingurinn reyndi í sakleysi sínu að fleyta boltanum í körfuna. Heimamenn voru við það að missa tökin og þetta gerði útslagið, öll trú á endurkomu hvarf. ÍR tók leikhlé og reyndi að stappa stálinu en átti ekki afturkvæmt. Stjörnur og skúrkar Marcus Brown ekki upp á sitt besta en Marreon Jackson tók við keflinu hjá Þór. Jordan Semple maður leiksins samt, stórkostlegur á báðum endum. Ólafur Björn einnig, sterkur sjötti maður í kvöld og framlagshæsti leikmaður liðsins. Jacob Falko slakur, ÍR þarf mun meira frá honum. Stóru mennirnir Matej Kavas og Zarko Jukic ekki að standa sig í baráttunni undir körfunni. Tómas Orri Hjálmarsson hitti ekki úr skoti á sínum fimmtán mínútum inni á vellinum. Dómarar vísir / pawel Jóhannes Páll, Davíð Kristján og Bergur Daði héldu um flautarnar í kvöld. Vel hugsað um eyru viðstaddra og ekki blásið að óþörfu. Leyfðu töluverða hörku og féllu ekki í þá gryfju að flauta alltaf þegar fiskað var eftir villum. Frábær frammistaða af þeirra hálfu í kvöld. Stemning og umgjörð Vel að hlutunum staðið í Breiðholti. Eru enn að venjast því að vera mættir aftur í efstu deild, ekki búið að slétta úr öllu en kapp lagt á að finna lausnir og gera leikinn sem glæsilegastan. Stemningin að sjálfsögðu frábær þökk sé Ghetto Hooligans sem höfðu hátt allan leikinn. „Loksins! Ég er búinn að vera að bíða eftir því að verja skot“ Jordan Semple verst áhlaupi Jacob Falko.vísir / pawel „Þeir létu okkur aldeilis vinna fyrir sigrinum. Þeir börðust af öllum lífs og sálarkröftum, við vorum ekki undir það búnir í fyrri hálfleik en vöknuðum í seinni hálfleik,“ sagði Jordan Semple, leikmaður Þórs Þorlákshafnar eftir leik. „Við vissum að við þyrftum að spila á hærra orkustigi og spila betri vörn. Ekki leyfa þeim að sækja sóknarfráköst, þeir voru að ganga frá okkur þar. Við vissum að myndum finna út úr hlutunum sóknarlega, þetta snerist bara um að skipuleggja varnarleikinn,“ var það sem liðið fór yfir í hálfleik. Um miðjan fjórða leikhluta, þegar leikurinn var snúast og Þór að taka yfir, varði Jordan skot og virtist verulega sáttur. „Já. Loksins! Ég er búinn að vera að bíða eftir því að verja skot á þessu tímabili. Ég er ekki sá stærsti en er með góða tímasetningu og veit hvenær á að stökkva. Þetta smitaði líka út frá sér til liðsins, hefði þurft að gera þetta í fyrri hálfleik.“ Jordan fékk tæknivillu undir lok leiks fyrir einhver átök undir körfunni en vildi ekki segja hvað fór þar manna á milli. „Þetta var ekkert alvarlegt. Bara tveir menn með mikið keppnisskap sem vildu vinna leikinn. Þegar allt kemur til alls erum við góðir, en það var mikill baráttuandi hér í kvöld,“ sagði Jordan við því. „Ég spurði bara hvort þeir ætluðu að sýna það sama og á móti KR“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, er enn að finna út úr hlutunum enda með mjög breyttan leikmannahóp.vísir / pawel „Byrjuðum rosalega flatir, lítil barátta og lítil ákefð, vorum búnir að fara yfir það að spila á móti liði sem er að reyna að sækja sinn fyrsta sigur. Við vissum að ÍR-ingar yrðu mjög aggressívir og mér fannst við hrikalega linir. Ég hugsaði bara að þetta væri framhald af KR leiknum, en sem betur fer sneru strákarnir blaðinu í seinni hálfleik,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þ., eftir leik. Það stóð ekki á svörum þegar spurt var hvað hefði skapað sigurinn. „Bara varnarleikurinn í seinni hálfleik, við höldum þeim í 32 stigum.“ Hálfleiksræðan sem hann hélt til að kveikja í sínum mönnum var heldur ekki flókin. „Ég spurði bara hvort þeir ætluðu að sýna það sama og á móti KR. Sama sagan, enginn að brjóta á neinum, enginn ákafi í varnarleiknum hjá okkur, og þeir svöruðu kallinu.“ Þór hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum, eftir slaka frammistöðu og tap gegn KR í síðustu umferð. „Við erum ennþá að finna út úr því hvernig lið við ætlum að vera. Við erum búnir að vinna leikina en menn eru ekki alveg komnir með á hreint hvert hlutverk þeirra í liðinu er. Erum með marga nýja leikmenn og erum ennþá að finna taktinn okkar,“ sagði Lárus að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti