Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án samþykkis Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 11:31 Samfylkingin skoðaði hvað fólk líkaði við á Facebook í aðdraganda síðustu kosninga. Síðan þá hefur ný forysta tekið við í flokknum. Vísir/Ívar Fannar Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar. Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu. Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu.
Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira